Andre Rieu í Maastricht 07. - 10. júlí 2023

Ferðin

Tónleikarnir með Andre Rieu fara fram á hinu rómantíska torgi Vrijthof í miðbæ Maastricht en torgið er umlukið fjölda veitingastaða og verslana. Þar koma fram ásamt Andre, Johann Strauss Orchestra og margir gestir og jafnvel óvæntir gestir.

Þessa mynd tók fararstjóri okkar á tónleikunum í sumar sem leið 2022. Flott sæti og mikil stemning og stuð á staðnum.

Designhotel Maastricht

Designhotel er 4-stjörnu hótel, vel staðsett og steinsnar frá miðbæ Maastrich. Það er í hluta borgarinnar sem kallast Wyck og þaðan er stutt í allt það helsta sem borgin hefur uppá að bjóða - sannkallaður miðpunktur. Hótelið er 105 herbergja og ekkert þeirra eins en í öllum þeirra er hugað til hins ítrasta að öllum smáatriðum.

Innan við 10 mínútna gangur á Vrijthof-torgið þar sem tónleikarnir fara fram utanhúss og á leiðinni eru tugir veitingastaða, verslana og iðandi mannlíf.

Morgunverður er innifalinn.

Skoða hótelið á netinu: Designhotel

Hótelið

Verð

Verð frá 189.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 35.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 7 vikum fyrir brottför.

Maastricht - sætin okkar

Sætin okkar á tónleikunum eru á mjög góðum stað miðsvæðis á torginu.

Á skýringarmyndinni eru sætin okkar í svæði B2.

Fararstjóri

Siggi Hlö

Siggi Hlö er þaulvanur fararstjóri til 30 ára ásamt því að vera einn af eigendum Visitor ferðaskrifstofu.

siggi@visitor.is578 9888