Andre Rieu Maastricht AUKAFERÐ! (4 sæti laus)

Ferðin

Tónleikarnir með Andre Rieu fara fram á hinu rómantíska torgi Vrijthof í miðbæ Maastricht en torgið er umlukið fjölda veitingastaða og verslana. Þar koma fram ásamt Andre, Johann Strauss Orchestra og margir gestir og jafnvel óvæntir gestir.

Þessa mynd tók fararstjóri okkar á tónleikunum í sumar sem leið 2022. Flott sæti og mikil stemning og stuð á staðnum.

DAGSKRÁ FERÐARINNAR

Laugardagurinn 15. júlí
PLAY OG730.
Flogið til Düsseldorf í Þýskalandi kl. 06:00 frá Keflavík og lent kl. 11:25 að staðartíma.
Rúta í c.a. klukkutíma til Maastricht. (Rúta innifalin).
Tékkað inn og komið sér fyrir.
Frjálst kvöld.

Sunnudagur 16. júlí
Frjáls dagur.
Tónleikarnir með Andre Rieu um kvöldið.
Miði á tónleikana innifalinn.
Það er um 10-15 mín gangur frá hóteli að tónleikatorginu.
Þeir sem eiga erfitt með gang þá er hægt að taka leigubíla sem stoppa mjög nálægt torginu og þaðan er auðvelt að labba.

Mánudagur 17. júlí

Göngutúr um miðbæinn með leiðsögn á ensku.
Gangan tekur um einn og hálfan klukkutíma. (Innifalið)


Þriðjudagur 18. júlí
Heimferðardagur.
Rúta til Düsseldorf. (Rúta innifalin)
PLAY OG731
Í loftið kl. 12:20.
Lent á Íslandi kl. 13:55.

Hótelið

Designhotel Maastricht

Designhotel er 4-stjörnu hótel, vel staðsett og steinsnar frá miðbæ Maastrich. Það er í hluta borgarinnar sem kallast Wyck og þaðan er stutt í allt það helsta sem borgin hefur uppá að bjóða - sannkallaður miðpunktur. Hótelið er 105 herbergja og ekkert þeirra eins en í öllum þeirra er hugað til hins ítrasta að öllum smáatriðum.

Innan við 10 mínútna gangur á Vrijthof-torgið þar sem tónleikarnir fara fram utanhúss og á leiðinni eru tugir veitingastaða, verslana og iðandi mannlíf.

Morgunverður er innifalinn.

Skoða hótelið á netinu: Designhotel

Verð

Verð frá 179.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Maastricht - sætin okkar

Sætin okkar á tónleikunum eru á mjög góðum stað miðsvæðis á torginu.

Á skýringarmyndinni eru sætin okkar í svæði B2.

FLUGFÉLAG: PLAY


Flogið með PLAY.

INNIFALIÐ:
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.

Fararstjóri

Fararstjóri frá Visitor

Með í ferðinni er fararstjóri frá Visitor sem innritar farþega á hótel, dreifir miðum á leikinn/tónleikana og er farþegum innan handar með allt þarf.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: visitor@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna