Gönguferð: Annecy Frakklandi

Ferðin

Áfangastaðurinn er Annecy í Frakklandi.
Náttúran er einstaklega falleg og bærinn umvafinn fjöllum.
Dagskráin er fjölbreytt en dæmi um afþreyingu sem boðið verður upp á er td. göngur í 3 daga með innfæddum leiðsögumönnum þeim Maxim og Cristjan. Það verður boðið upp á hjólatúra tvisvar í ferðinni og farið verður til Camonix einn dag af ferðinni. Einn frídagur verður í Annecy.

Annecy er stundum kallað Feneyjar Frakklands vegna ásýndar gamla bæjarins þar sem falleg á liðast í gegnum gamla bæinn.

Skipulögð dagskrá getur tekið hvern dag frá fjórum til sjö tímum.
Dagskrá fjölbreytt í takt við hvað er hægt að gera á svæðinu.

Dagskrá:

Dagur 1.
25. ágúst. Föstudagur. Flogið með Icelandair til Genf í Swiss og með rútu þaðan til Annecy í Frakklandi.

Dagur 2.
26. ágúst. Laugardagur. Göngum niður bæinn og sækjum hjólin og hjólum meðfram vatninu, skoðum og borðum þar á resturant við vatnið svo sömu leið til baka.

Dagur 3.
27. ágúst. Sunnudagur. Fyrsti göngudagurinn með Maxim og Cristjan. Vöknum snemma og förum í morgun mat og verðum tilbúin 8:30 þegar rútan kemur og sækir og keyrir okkur til Col de la Colombière" þar göngum við og njótum til 16:30 þá sækir rútan okkur og keyrir okkur til baka á hótelið. Við munum vera með tvo hópa.
1) Combe Sauvage – erfiðari ganga 950 m hækkun.
2) Roc des Tours – léttari ganga 600 m hækkun.

Dagur 4
28. ágúst. Mánudagur, Maxim og Cristjan koma og sækja okkur og göngum með þeim út í strætóskýli La Mandallaz annan daginn förum við til Ferrières ; mjög flottar og margar leiðir. Erfiðari ferðin er 700 m hækkun og í lok dags tökum við sama strætóinn til baka.

Dagur 5
29. ágúst, Þriðjudagur, Maxim og Cristjan koma og sækja okkur og göngum með þeim út í strætóskýli La Mandallaz förum við til Le Mont Veyrier et le Mont Baret fyrir hóp 1 Mont Veyrier 800 m hækkun og hópur 2 Cascade d'Angon et Roc de Chère 400 m hækkandi hæð meðfram vatninu.

Dagur 6.
30 ágúst. Miðvikudagur. Rútan sækir okkur á hótelið og ferðinni heitið upp til Camonix, stoppum þar í 3-4 tíma og skoðum okkur um. Mæli með að fara upp með kláfinum og horfa yfir á Mont Blac. Í lok dag förum við með sömu rútu til baka á hótelið. Mjög skemmtileg upplifun.

Dagur 7.
31 ágúst . Fimmtudagur. Þá förum og sækjum hjól og hjólum meðfram vatninu núna hinu megin og inn í dal skoðum og borðum þar á resturant svo sömu leið til baka.

Dagur 8.
1.Sept. Föstudagur. Gaman að spóka okkur í Annecy bænum mikið fallegt að skoða og einnig fara út á vatnið. Synda eða leigja bát.

Dagur 9.
2. sept. Laugardagur. Rúta til Genf og flug heim til Íslands.

Lágmarksþátttaka er 15 manns og áskilur Visitor sér rétt til að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.

Hótelið

Best Western Annecy

A 3-star hotel close to the centre of Annecy

Ideally located just a five-minute walk from the centre of Annecy and the railway station, the Best Western International Annecy offers guests an exceptional home away from home in the heart of what is known as “Venice of the Alps”.

Whether you are travelling for business or pleasure, we promise your stay will be unforgettable. Our seminar rooms, spa & wellness area, restaurant, lounge bar, and entire hotel are full of top-of-the-range amenities and our teams are ready to provide you with unrivalled service throughout your stay in Annecy. For a night, a weekend, or a holiday in Annecy, our staff are ready to welcome you with open arms.

Verð

Verð frá 269.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 7 vikum fyrir brottför.

Fararstjóri

Gummi og Kara

Fararstjórar eru útivistar og fjallageiturnar Guðmundur Gunnlaugsson og Karitas Þráinsdóttir sem hafa leitt hópa í ferðir á þetta svæði í áraraðir við miklar vinsældir.