BETT sýningin í London

Ferðin


Bett sýningin verður aftur á sínum gamla tíma eins og hún var fyrir heimsfaraldurinn dagana 24. - 26. janúar 2024. Sýningin og ráðstefnuhaldið fer fram í ExCeL London í þrjá daga þar sem kynnt verður allt það nýjasta er viðkemur nýjungum í skólastarfi, kynnast vörum og kennsluefni í fjölda sýningarbása og sækja fróðlega fyrirlestra.
Allt til að bæta árangur í starfi fyrir kennara og nemendur.
Í ferðinni er tilvalið að sameina fræðslu og skemmtun í stórborginni.

RÚTA Á SÝNINGUNA
Hægt er að kaupa í bókunarvélinni fargjald með rútu frá hóteli á sýninguna. Ekki er boðið uppá rútu frá sýningunni.
Ekki er boðið uppá að kaupa eitt stakt rútugjald.
Rútufargjaldið kostar kr. 7.900 og gildir alla sýningardaga þrjá.
Rúta fer frá hóteli kl. 09:00 alla morgnana.

Hótelið

Holiday Inn Regent Park London

Holiday Inn London - Regent's Park er vel staðsett í miðborg London. Nálægt vinsælum ferðamannastöðum miðbæjar London. Great Portland Street og Regent's Park neðanjarðarlestarstöðvarnar eru í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð. Hótelið er nálægt A501 og í c.a. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Heathrow flugvelli. Regent's Park er stutt frá og ekki langt í verslanir á iðandi Oxford Stræti, bæði í göngufæri frá hótelinu.

Morgunverðahlaðborð er innifalið.

Athugið að hótelið býður ekki uppá þriggja manna herbergi.

Hótelstaðsetning

Holiday Inn Regent Park London

Verð

Verð frá kr. 189.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Fararstjóri

Enginn fararstjóri

Enginn fararstjóri er í þessari ferð frá Visitor ferðaskrifstofu.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: visitor@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna