Heilsuferð með Siggu Kr. á Benidorm
Ferðin

Heilsuferð - Dagskrá
7. - 14. september 2023.
Dagur 1
Komudagur og tékkað inn. Smá kynning/upplýsingar og spjall í lobbýinu.
Dagur 2
Heilsumarkþjálfun kl. 9:30-11:00.
Hefur þú heilsuna með þér í liði og hvar stöndum við í dag með heilsuna okkar. Farið í verkefni og tengja hópinn saman með samvinnu.
Kl. 17:00. Hatha yoga og slökun.
Dagur 3
Kl. 9:00 - 11:00
Kennslutími í tækjasal (skipt í hópa) hver og einn fær sitt prógram á sínum forsendum enda erum við misjöfn og í lok ferðar fá allir appið True Coach með 2 vikna prógrammi fyrir sig.
Kl. 17:00
Göngutúr um gamla bæinn, stoppað á nokkrum stöðum og að sjálfsögðu sest og fengið sér drykk og notið samverunar.
Frábær kynning á fallegum bæ.
Dagur 4
Kl. 09:00 - 11:00
Hópnum skipt upp í heilsumarkþjálfun og hvor hópurinn fær 60 mín. Hópurinn saman ákveður umræðuefnið og við förum í rannsóknarvinnu.
Kl. 17:00
Farið í líkamsræktarstöð og í kennslutíma þar. Gaman að sjá menninguna í líkamsræktinni á Spáni og prufa tíma með innfæddum.
Dagur 5
Kl. 09:30
Kraftganga (auglýst nánar deginum áður).
Allir með góða íþróttaskó og vatnsbrúsa meðferðis.
Lengd göngu fer eftir hópnum og verðum við í 1,5 til 2 tíma (muna sólarvörn fyrir brottför).
Kl. 18:00
kvöldverður saman á Topo Gigio ítölskum stað með íslenskum matseðli fyrir þá sem vilja koma með og njóta. Hittumst í lobbýinu kl. 18 og röltum saman á þennan frábæra stað sem er þekktur hjá mörgum Íslendingum.

Dagur 6
Kl. 10:00
Hópmarkþjálfun og yfir farið það sem við höfum rætt og hvað stóð uppúr, einnig ætlum við að setja saman okkar munka-viku og okkar draumsýn á lífið. Gaman að líta inná við og sjá hvert við stefnum og af hverju.
Kl. 17:30
Hatha Yoga og tökum smá kraftyoga og yndislega hugleiðslu ásamt endurnærandi slökun.
Dagur 7
Heimför í dag og dagurinn frjáls fram að brottför.
Hótelið

Hotel Madeira Centro Benidorm
Glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett í hjarta Benidorm. Aðeins 3 mín að ganga niður á Levante ströndina frá hótelinu og jafn langt að rölta inn í gamla bæinn með iðandi mannlífi, matsölustöðum og verslunum.
Herbergin í ferðinni eru "Superior with terrace".
Verð
Verð frá 199.800 miðað við 2 saman í herbergi.
FLUGFÉLAG: PLAY

Flogið með PLAY.
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.
Greiðslumáti
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 7 vikum fyrir brottför.
Fararstjóri

Sigga Kr.
Sigga Kr. er Njarðvíkingur sem átti og rak líkamsræktarstöðina Perluna í Keflavík frá 1998 - 2008. Hún er lærður þolfimikennari, einkaþjálfari, Hatha Yoga kennari, Markþjálfi og spinning kennari. Kenndi 5 Les Mills kerfi og Pump FX og var kennari í Fusion Fitness Academy.