Knattspyrnuskóli Visitor í Bolton júlí 2023

Ferðin

Knattspyrnuskóli Visitor í Bolton útborg Manchester á Englandi.

Ferðin er vikuferð en ferðast er út til Bolton 26. júlí. Heimkoma er 2. ágúst.

Flesta dagana er æft tvisvar á dag við frábærar aðstæður á æfingasvæðinu í Bolton, þar sem Íslendingar eru í miklum metum.

Einnig er farið í skemmtilegar skoðanarferðir, farið verður á fótboltasafnið í Manchester, stutt er í verslunarmiðstöð þar sem finna má ýmsa afþreyingu.

Spilaðir eru einn til tveir leikir gegn liðum frá svæðinu.

Þjálfararnir í skólanum koma frá Bolton og eru allir með A og B UEFA kennsluréttindi. Skólinn er fyrir pilta á aldrinum 13 – 16 ára (2010 - 2007).
9 æfingar og tveir leikir undir handleiðslu toppþjálfara.

Hótelið

Bolton Whites Hotel

Hótelið er staðsett og samtengt Reebok vellinum, aðalvelli knattspyrnuliðsins Bolton. Afskaplega huggulegt og frábært fyrir unga og upprennandi knattspyrnusnillinga. Í tveggja mínútna göngufæri við völlinn er verslunarmiðstöð með öllum helstu verslunum, veitingastöðum, kvikmyndahúsum og keilusal. Mikið líf og fjör.

Verð

Verð frá 269.900 á mann. Gist er í 2-3 manna herbergjum.

Innifalið - Bolton skóli

Innifalið í ferðinni:

Flug með Icelandair ásamt sköttum

23 kg. innritaður farangur og lítill handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair

9 æfingar og tveir leikir undir handleiðslu toppþjálfara

2 fyrirlestrar

Gisting með fullu fæði í 2 – 3 ja manna herbergum

Aðgangur á fótboltasafnið í Manchester og skoðunarferð um Bolton leikvanginn.

Akstur til og frá flugvelli

Íslensk fararstjórn

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Fararstjóri

Þorsteinn Halldórsson

Aðalfararstjóri og íslenski þjálfari hópsins.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: visitor@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2023, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna