Skíðaferð til Austurríkis (UPPSELT)

Ferðin

RÚTA:
Rúta sækir okkur á flugvöllinn í Salzburg og er um 1klst og 20 mínútur til Mauterndorf. Sama ferð til baka, til Salzburg í lok ferðar.

HÓTEL:
Gist verður á Hotel Haus sem er 3 stjörnu hótel. Hause er fjölskyldurekið hótel sem býður upp á góða þjónustu. Þar er hvern morgun boðið upp á morgunverðarhlaðborð þar sem hægt er að næra sig vel áður en haldið er í brekkurnar. Kvöldmatur er fjögurra rétta.

Eftir skíðadag er hægt að skella sér í potta og sauna og láta líða úr sér.

Aðeins eins og tveggja manna herbergi.

Á Hotel Hause er skíðaaðstaðan góð.

Tilvalið að vera með furðufatakvöld og muna að þeir sem eiga Lederhosen eða Dirndl, endilega að mæta með þann fatnað.

SKÍÐASVÆÐIN:
Skíðasvæðin í Lungau eru 5 skíðasvæði, lyftur með hátt í 320 km af troðnum skíðabrekkum.

Skíðasvæðin eru Opertauen 18 km frá, Katschberg, Fannberg 5 km frá, Speiereck, ST. Margarethen brekkan þar heitir A1.

Ef við förum í Speiereck á skíði, þá förum við upp Grobeckbahn sem er rétt hjá hótelinu okkar.
Einnig liggur hótelið vel við götuna á önnur svæði þar sem rúta stoppar.

Fannberg skíðasvæðið bíður uppá að hægt er að skíða heim á hótel í off pist. ef aðstæður eru góðar.

Tauernrunde er skemmtileg skíðaleið upp í Obertauern og tekur 4 tíma að fara þann skíðahring. The Beatles gerðu hvíta albúmið þar og ber staðurinn þess merki með myndum og styttum af þeim hljómsveitarmeðlimum.

Á öllum skíðasvæðunum eiga allir að finna brekku við sitt hæfi.

Hotel Haus Lungau

Gist verður á Hotel Haus sem er 3 stjörnu hótel.

Haus er fjölskyldurekið hótel sem býður upp á góða þjónustu.

Glæsilegt morgunverðarhlaðborð er innifalið þar sem hægt er að næra sig vel áður en haldið er út í náttúruna.

Kvöldmatur er fjögurra rétta og er innifalinn.

Góðar útisvalir eru á hótelinu.

Eftir góðan dag er hægt að skella sér í potta og sauna og láta líða úr sér.

Tilvalið að muna að þeir sem eiga Lederhosen eða Dirndl, endilega að mæta með þann fatnað, allaf skemmtilegt á kvöldin að vera þjóðleg.

Hótelið

Verð

Verð frá 229.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

FLUGFÉLAG: PLAY

Flogið með PLAY.
20 kg. innritaður farangur
Lítill handfarangur sem passar undir sæti.
Stærri handfarangurstösku þarf að greiða aukalega.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 35.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum raðgreiðslur, Netgiró og PEI.
Þá þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 7 vikum fyrir brottför.

Fararstjóri

Gummi og Gummi

Skíða- og fjallakapparnir Guðmundur Gunnlaugs og Guðmundur Jakobs leiða hópinn um austurrísku brekkurnar. Hundrað ára reynsla í það minnsta.