Ferðin er frá föstudeginum 17. júlí til mánudagsins 20. júlí 2026.
Tónleikarnir með Andre Rieu fara fram á hinu rómantíska torgi Vrijthof í miðbæ Maastricht en torgið er umlukið fjölda veitingastaða, verslana og glæsibygginga. Þar koma fram ásamt Andre, Johann Strauss Orchestra og margir gestir og jafnvel óvæntir gestir. Prógrammið hans Andre er aldrei það sama ár eftir ár, það er hans metnaður að koma stöðugt á óvart.
DAGSKRÁ FERÐARINNAR
Föstudagurinn 17. júlí
Icelandair FI-554.
Flogið til Brussel kl. 07:40 frá Keflavík og lent kl. 12:55 að staðartíma.
Rúta í rúman klukkutíma til Maastricht. (Rúta innifalin).
Innritun á hótelið og komið sér fyrir.
Frjálst kvöld.
Laugardagurinn 18. júlí
Frjáls dagur.
Tónleikarnir með Andre Rieu um kvöldið.
Það er um 10-15 mín gangur frá hóteli að tónleikatorginu.
Þeir sem eiga erfitt með gang þá er hægt að taka leigubíla sem stoppa mjög nálægt torginu og þaðan er auðvelt að labba.
Sunnudagurinn 19. júlí
Tveggja tíma bátsferð um ánna Meuse eða Maas. (Innifalið)
Mánudagurinn 20. júlí
Heimferðardagur.
Rúta í rúman klukkutíma til Brussel. (Rúta innifalin)
Icelandair FI-555
Í loftið kl. 14:00.
Lent á Íslandi kl. 15:15.
Myndband frá tónleikunum í sumar má skoða hér:
SPILA MYNDBAND
Crowne Plaza Maastricht er fjögurra stjörnu hótel staðsett við fljótið Maas í hjarta Maastricht, aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum.
Aðstaða og þjónusta
Verð frá 249.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi (aukagjald vegna einbýli kr. 76.900)
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.
Sætin okkar á tónleikunum eru á mjög góðum stað miðsvæðis á torginu.
Á skýringarmyndinni eru sætin okkar í svæði B1.
Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.
Með í ferðinni er fararstjóri frá Visitor sem innritar farþega á hótel, dreifir miðum á leikinn/tónleikana og er farþegum innan handar með allt sem þarf.
Visitor er ferðaþjóusta sem rokkar
@ 2025 Visitor Travel Agency