Andrea Bocelli - útitónleikar á Ítalíu (UPPSELT)

Ferðin

Andrea Bocelli, hinn frægi ítalski tenór kemur fram á fallega torgi Piazza Castello undir berum himni í Marostica, litlum bæ í Veneto-héraði á Norðaustur-Ítalíu.

Verðlaunatenórinn kom síðast fram á þessum stað, Piazza Castello, árið 2016 og hann lofar að bjóða upp á einstaka tónleika.. Hann mun koma fram með kór og hljómsveit verða tónleikarnir í tveimur hlutum, sá fyrri tileinkaður frægustu óperuaríum allra tíma og sá síðari tileinkaður hans allra vinsælustu smellum.

SÆTIN OKKAR Á TÓNLEIKUNUM

Sætin sem eru innifalin í ferðinni eru í grænu svæði á myndinni með rauða rammanum.

Fínustu sæti enda ekki um risa tónleikasvæði að ræða, það eru um 6.500 sæti í boði.

Miðaframboð er mjög takmarkað en vilji farþegar uppfæra í betri sæti þá er hægt að kanna hverja fyrirspurn fyrir sig.

Ef ósk um uppfærslu er hægt að uppfylla þarf að greiða mismuninn strax, umfram staðfestingargjaldið.

DAGSKRÁ FERÐARINNAR:

12. september 2022

FI590 Icelandair til Milano.

Farið í loftið kl. 08:20

Lent í Milano kl. 14:35

Lagt af stað til Bassano del Grappa þar sem gist er á Hotel Belvedere.

Á leiðinni er stoppað í stutta stund í Sirmione við suðurhluta Garda vatnsins.

Innritun á Hotel Belvedere.

13. september 2022

Haldið til Verona og farið í 2 tíma göngu- og skoðunarferð með enskumælandi leiðsögumanni.

Þá er stoppað á Valpolicella-svæðinu og farið í vínsmökkun.

14. september 2022 - Tónleikadagur

Rúta til Vicenza og farið í Prosecco smökkun.

Enskumælandi leiðsögumaður er með í för.

Um kvöldið eru tónleikarnir.

15. september 2022 - Feneyjar

Rúta ekur hópnum á lestarstöðina í Bassano.

Innifalinn er lestarmiði Bassano/Venice St. Lucia train station/Bassano

Innifalinn er bátsferð (fram og til baka) frá lestarstöðinni í Feneyjum og í miðbæinn.

Tveggja tíma gönguferð um Feneyjar með enskumælandi leiðsögumanni.

Bacaro smökkun: Spritz kokteill og Cicchetti réttur innifalinn.

16. september 2022 - Skoðunarferð

Rúta tekur hópinn í skoðunarferð og farið er á kastalasvæðið Cittadella.

Bærinn Castelfranco Veneto heimsóttur.

Allt með leiðsögn enskumælandi leiðsögumanns.

Farið í hina sögufrægu grappa-verksmiðju í Bassano del Grappa og smakkað.

17. september 2022 - heimferðardagur

Ekið til Milano.

Heimflug með Icelandair FI-591 kl. 15:35

Lent í Keflavík kl. 17:50

Athugið að gistiskattur í Ítalíu er EKKI innifalinn í verði og greiðist af hverjum og einum á gististað við brottför. (C.a. €2-4 per mann per nótt).

Hotel Belvedere Bonotto****

Hotel Belvedere Bonotto**** er fjögurra stjörnu hótel staðsett í Bassano Del Grappa á Ítalíu.

Að horfa út um glugga Hotel Belvedere í Bassano og sjá Porta delle Grazie og

hinn sögulega miðbæ er eins og að vera staddur/stödd í leikmynd ítalskrar kvikmyndar.

Í nokkurra mínútna göngufjarlægð er miðtorg bæjarnis og hið fræga Ponte degli Alpini, hannað af Andrea Palladio.

Bonotto Hotel Belvedere er í bænum Bassano del Grappa. Meðal aðstöðu á hótelinu er

veitingastaður, sólarhringsmóttaka og herbergisþjónusta ásamt ókeypis WiFi.

Hótelið býður gestum upp á loftkæld herbergi með skrifborði, öryggishólfi, flatskjá og sérbaðherbergi með baðkari.

Morgunverðarhlaðborð er innifalið.

Hjólreiðar eru vinsælar á svæðinu og það er bílaleiga á Bonotto Hotel Belvedere.

Padova er 47 km frá hótelinu og Treviso er 46 km frá hótelinu.

Verð

Verð frá 229.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi.

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina
með því að greiða staðfestingargjald
kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

ICELANDAIR

Flug með Icelandair ásamt sköttum.
23 kg innritaður farangur
10 kg handfarangur samkvæmt skilmálum Icelandair.

Fararstjóri

Siggi Hlö

Siggi Hlö er þaulvanur fararstjóri til 30 ára ásamt því að vera einn af eigendum Visitor ferðaskrifstofu.

siggi@visitor.is578 9888
Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna