Kvennaferð til Króatíu - ævintýri og upplifun
Ferðin
Ferðin er frá fimmtudeginum 21. maí til fimmtudagsins 28. maí 2026
Flogið með PLAY til Split.
Langar þig að gefa sjálfri þér rými, komast í sólina, hreyfa þig í fallegu umhverfi og njóta lífsins í frábærum félagsskap annarra kvenna?
Eftir einstaklega vel heppnaða uppselda ferð í maí 2025, bjóða Unnur og Lilja nú aftur upp á þessa einstöku kvennaferð til Króatíu – þar sem þú færð tækifæri til að slaka á, hlaða batteríin og hreyfa þig og upplifa fegurð Króatíu.
Ferðin er fyrir konur sem kunna að meta hreyfingu, náttúru – og sjá virði í því að taka pásu frá dagsins önn og næra bæði líkama og sál.
En meðal þess sem boðið verður upp á er hreyfing og jóga í fallegri náttúrunni, sigling yfir á fallega eyju, hjóla, synda í sjónum, upplifa náttúrufegurðina í þjóðgarðinum, fara í fjórhjólaferð, vínsmökkun, slaka á í heilsulindinni ofl.
Unnur og Lilja hafa um árabil skipulagt ævintýraferðir og viðburði fyrir konur með það að leiðarljósi að skapa styrkjandi og eflandi upplifanir. Lilja er menntuð hreyfiþjálfari (Movement, ÍAK og FRC), og Unnur er Yin Yoga kennari og markaðssérfræðingur – saman mynda þær öflugt teymi sem leggur áherslu á vellíðan, gleði og tengslamyndun.

📍 Hvað bíður þín?
Við byrjum flesta daga með nærandi hreyfingu í náttúrunni: mýkjandi flæði, styrktar- og liðleikaæfingar með sérstaka áherslu á mjaðmir, kjarna, rass og axlir. Í lok æfingarinnar náum við góðri djúpslökun í Yin Yoga þar sem við nýtum öndun og núvitund til að dýpka áhrifin. Allt með það að markmiði að losa streitu og styrkja líkama og huga.
Ferðin er því fullkomin blanda af slökun, samveru, hreyfingu og ævintýrum.
Þú getur tekið þátt í dagskránni eftir eigin þörfum og átt jafnframt nægan tíma til að njóta slökunar á hótelinu eða heilsulindinni heilsulindarinnar.
✨ Er þetta ferð fyrir þig?
Ef þú vilt hefja sumarið á nærandi nótum og snúa heim endurnærð og orkumikil, þá er þetta ferðin sem þú átt skilið. Vegna mikilla vinsælda hvetjum við þig til að tryggja þér sæti tímanlega áður en hún selst upp.
Við hlökkum til að eiga ógleymanlega viku með þér. 💛
Ásamt skipulögðum dagskrárliðum sem eru að sjálfsögðu allir valfrjálsir er passað vel upp á að konur geti notið þess að slaka á og gera það sem líkami og sál kallar á hverju sinni.

Dagskrá:
Öll dagskrá er valfrjáls
Fimmtudagur 21. maí
Flug til Split Króatíu, rútuferð á hótelið um einn og hálfur tími
Við komum okkur vel fyrir á hótelinu.
Föstududagur 22. maí
Morgunverður
Hreyfanleiki, Yin Yoga / Slökun í fallegri náttúru umhverfis hótelið - Styrkur & liðleiki / mjúkt hreyfiflæði í bland við Yin Yoga og létta slökun áður en við höldum silkimjúkar út í daginn. (30-45 mín )
Frjáls tími á hótelinu
Við ætlum að slaka á og koma okkur vel fyrir á þessu fallega hóteli, en umhverfið er einstakt og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Þar má meðal annars njóta heilsulindar, slökunar og útivistar. Einnig verður hægt að leigja hjól og kanna svæðið á eigin hraða, með náttúruna allt í kring.
Síðdegis
Lautarferð á ströndinni við hótelið
Unnur og Lilja sjá um hamingjustund á ströndinni síðdegis, gleði & gaman og njótum í ljósaskiptunum.

Laugardagur 23. maí
Morgunverður
Heimsókn í Krka þjóðgarðinn - greiðist aukalega (sjá bókunarvél).
Við ætlum að njóta einstaklega fallegs dags í stórbrotinni náttúru, þar sem við heimsækjum Krka þjóðgarðinn. Í garðinum munum við sjá kristaltær vötn, töfrandi fossa og einstaklega fallegt gróðursælt landslag. Garðurinn státar af yfir 800 plöntutegundum og 200 fuglategundum, sem gerir hann að sannri paradís fyrir náttúruunnendur.
Verð pr mann kr. 9.900 - muna að bóka í bókunarvélinni!
Innifalið: aðgangur í garðinn, akstur til og frá hóteli.
Lágmarksþátttaka er 12 manns.
Sunnudagur 24. maí
Morgunverður
Hreyfanleiki, Yin Yoga / Slökun í fallegri náttúru umhverfis hótelið
Styrkur & liðleiki / mjúkt hreyfiflæði í bland við Yin Yoga og létta slökun áður en við höldum silkimjúkar út í daginn. (30-45 mín)
Ævintýraferð á fjórhjólum, hádegismatur og vínsmökkun - greiðist aukalega
Frá c.a. 09:00 - 16:00. Einstakur dagur fullur af upplifunum og ævintýrum! Við ökum um fjallasvæði Króatíu á fjórhjólum og buggy-bílum þar sem spennan og náttúrufegurðin mætast. Að lokinni ævintýraferð hittum við heimamenn, fáum innsýn í króatíska vínrækt og njótum þess að borða hádegismat saman í notalegu umhverfi.
Verð pr mann kr. 31. 900 - muna að bóka í bókunarvélinni.
Innifalið: akstur, leiga á fjórhjólum ásamt vínsmökkun með léttum mat.
Lágmarksþátttaka er 12 manns.

Mánudagur 25. maí
Morgunverður
Padel-fjör!
Við förum saman í padel, leikum okkur og höfum gaman!
Frjáls dagur
Hugmyndir að góðum degi eru óteljandi – hvernig væri dagsferð til Zadar eða Split, slökun við ströndina, afslöppun í heilsulind eða róleg hugleiðsla? Hvort sem þú sækist eftir ró eða skemmtilegum upplifunum, þá eru möguleikarnir óteljandi.
Þriðjudagur 26. maí
Morgunverður
Hreyfanleiki, Yin Yoga / Slökun í fallegri náttúru umhverfis hótelið
Styrkur & liðleiki / mjúkt hreyfiflæði í bland við Yin Yoga og létta slökun áður en við höldum silkimjúkar út í daginn. (30-45 mín)
Dagsferð á eyjuna Ugljan - Stutt sigling með bát
Ugljan er oft kölluð „græna eyjan“ – og ekki að ástæðulausu. Hér sameinast kristaltær sjór, fallegar strendur, ólífuakrar og gróskumiklir furuskógar í einstakri náttúruupplifun. Fyrir þær sem vilja verður boðið upp á hjólaleigu, og hjóla um þessa fallegu eyju. Meðal annars gefst tækifæri til að hjóla í afskekkta vík þar sem hægt er að stökkva til sunds í tærum sjónum. Á leiðinni má einnig stoppa á notalegum veitingastöðum og njóta ljúffengs matar og drykkjar.
Áætluð heimkoma er kl 16:30
(Bátsferð og leiga á hjólum innifalið)


Miðvikudagur 27. maí
Morgunverður
Hreyfanleiki, Yin Yoga / Slökun í fallegri náttúru umhverfis hótelið
Styrkur & liðleiki / mjúkt hreyfiflæði í bland við Yin Yoga og létta slökun áður en við höldum silkimjúkar út í daginn. (30-45 mín).
Lokakvöldið
Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.
Fimmtudagur 28. maí
Morgunverður
Frjáls dagur
Heimferð. Rúta frá hóteli að flugvelli.
ATH. sérstakur gistiskattur er á hótelgistingum í Króatíu og þarf hver farþegi að greiða €1,50 pr. mann pr. nótt og greiðist þetta beint til hótelsins og því ekki innifalið í verði ferðarinnar.

Hótelið okkar er í um 13 km fjarlægð frá bænum Zadar. Gamli bærinn er hvað þekktastur fyrir margar litlar og þröngar götur og hafa þær jafnan verið bornar saman við völundarhús sökum þess hvernig göturnar liggja. Í Zadar er einnig hægt að líta augum á hina sögufrægu borgarmúra sem hafa hlotið viðurkenningu frá UNESCO fyrir að vera eitt af heimsarfleiðum veraldar. Annað sem Zadar er hvað þekktast fyrir er hið svokallaða “sjávarorgel” (Sea Organ) þar sem boðið er upp á einstaka hljóð upplifun með hreyfingu hafsins í gegn um öldurnar. Við hlið sjávar orgelsins er minnismerki “The Greeting to the Sun” þar sem sólarorkan er nýtt og eftir sólsetur má sjá stórkostlegt sjónarspil lita dýrðar og ekki skemmir tónlist hafsins í bakgrunninum fyrir upplifuninni.
Innifalið í verði ferðar:
Flug fram og til baka, 20 kg taska
Gisting á 5 stjörnu resort hóteli með morgunverði
Aðgangur að einni glæsilegustu heilsulind Króatíu, gufubað, sauna & pottum
Aðgangur að einkaströnd hótelsins
Aðgangur að Padel velli fyrir hópinn, 5 morgna
Akstur til og frá flugvelli erlendis
Morgunæfingar með Lilju & Unni
Lautarferð/Hamingjustund á Ströndinni með Unni & Lilju
Kynningarfundur & veglegir gjafapokar
Mánuður í FleXFit með Lilju (Gildir á árinu 2026)
Íslensk fararstjórn
Lágmarksþátttaka er 15 manns og áskilur Visitor sér rétt til að fella niður ferðina náist ekki sú þátttaka.
*Heilsuferðir okkar eru ætlaðar heilsuhraustu fólki í öllum getustigum.
Þessar ferðir okkar henta ekki sjúklingum eða fólki í endurhæfingu.
Hótelið

Falkensteiner Hotel & Spa Iaders
Falkensteiner Hotel & Spa Iadera sem staðsett er í nágrenni við bæinn Zadar í Króatíu er glæsilegt 5 stjörnu lúxus resort.
Hótelið státar sig af einni glæsilegustu heilsulind Króatíu, einkaströnd er á landeign hótelsins þar sem fagurblár tær sjórinn tekur á móti gestum.
Þá er einnig fjölbreytt afþreying í boði á hótelinu m.a; padel og tennisvellir, yoga, strandblak, hjólaleiga er einnig á staðnum og ýmis vatnasport í boði.
Yoga, Pilates og FloatFit á vatni
Hótelið býður reglulega upp á hóptíma innandyra og utandyra – allt frá Yoga og Pilates til Floatfit (æfingar uppi á vatnsdýnum).
Kajak / SUP á sjónum
Vatnasportsmiðstöðin rétt við ströndina leigir kajaka og stand‑up paddle-borð - mjög skemmtileg leið til að kynnast útsýni og náttúrunni og kostar yfirleitt lítið .
5-STAR WELLNESS HOTEL IN PUNTA SKALA, CROATIA
Verð
Verð frá 319.900 pr. dömu miðað við tvær saman í herbergi.
Greiðslumáti
Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.
Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.
Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.
Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Náist ekki lágmarksþátttaka endurgreiðum við að fullu það sem þegar hefur verið greitt.
FLUGFÉLAG: PLAY

Flogið með PLAY.
INNIFALIÐ:
Innrituð 20 kg taska.
Léttur handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan þig (EKKI CABIN TASKA).
Stærri handfarangurstösku (cabin bag) þarf að greiða aukalega.
Séróskir um sætaval þarf einnig að greiða aukalega.
Fararstjórar

Lilja Sigurgeirsdóttir
Lilja er sjálfstætt starfandi þjálfari og hefur síðustu ár einblínt að hjálpa fólki að bæta hreyfanleika líkamans. Hún brennur fyrir því að fólk geti stundað áhugamál sín og íþróttir ásamt því að lifa daglegu lífi verkjalaust um ókomna framtíð. Lilja hefur mikinn áhuga á fjölbreyttri hreyfingu og stendur þar hæst fjallahjól, útivist, fjallgöngur og golf ásamt því að stunda aðrar íþróttir til gamans, þó keppnisskapið sé aldrei langt undan. Lilja hefur ásamt Unni skipulagt útivistar og ævintýraferðir fyrir konur og hefur mikla reynslu af því að vinna með hópum í gegnum fótboltaferil og þjálfara reynslu síðustu ára. Lilja hefur ferðast víða og hefur mikla ástríðu fyrir ferðalögum á nýjar slóðir.
Lilja er Movement þjálfari, ÍAK þjálfari og FRC Certified. Lilja hefur ferðast víða og starfaði sem flugfreyja um árabil, hún hefur mikinn áhuga á fólki, sögu og menningu sem og ferðalögum á nýjar slóðir.

Unnur María Pálmadóttir
Unnur er markaðskona, Yin yoga kennari og mikil útivistarkona. Unnur stundar mikið fjallgöngur, jóga og útivist í náttúrunni, hefur gaman af því að ganga um hálendi Íslands og ferðast víða um heiminn. Unnur hefur um árabil rekið markað og viðburðarfyrirtæki og hefur skipulagt fjölda stórra sem smáa viðburða ásamt útivistar og ævintýraferðum fyrir konur. Hún er mikill fagurkeri og hefur ástríðu fyrir því að skapa minningar fyrir konur þar sem áhersla er lögð á einstakar upplifanir.