Hamingja og heilsa í Tossa de Mar (UPPSELT)

Ferðin

Leiðin að hjartanu - námskeið
Bjargey er höfundur og leiðbeinandi námskeiðsins Leiðin að hjartanu sem er fræðandi og uppbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og njóta alls þess besta sem lífið hefur uppá að bjóða. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi tengingu hugar og hjarta í endurnærandi umhverfi og hafi tækifæri til að hvílast frá daglegu amstri hversdagsins.

Dagbókin Hamingjubók fylgir námskeiðinu en hún gagnast bæði með verkefnum námskeiðsins sem og persónulegri markmiðasetningu. Námskeiðið eru fjórir fyrirlestrar og vinnustofur í fallegum sal á hótelinu sjálfu og hluti námskeiðsins fer fram úti í náttúrunni þar sem Bjargey mun leiða hugleiðslu og slökun á ströndinni þrjá morgna í ferðinni og fara með hópinn í skemmtilega göngu- og skoðunarferð um fallegt umhverfi Tossa de Mar.

Ferðin og námskeiðið er fyrir allar konur sem vilja setja hamingju og heilsu fyrsta sæti í sínu lífi. Markmið ferðarinnar er að konur á öllum aldri hafi tækifæri til þess að rækta líkama og sál í endurnærandi umhverfi Tossa de Mar og geti notið lífsins í góðum félagsskap.

Dagskrá, birt með fyrirvara á breytingu.

24. maí
Komudagur.
Flogið er með PLAY til Barcelona.
Farþegar verða keyrðir frá flugvellinum til Tossa de Mar en aksturinn tekur eina og hálfa klst.


25. maí
10:00-11:00 Slökun og hugleiðsla á ströndinni.
Frjáls dagur til að hvílast eftir ferðalagið og skoða umhverfið.
Sameiginlegur kvöldverður kl 20:00 á Hótel Gran Reymar þar sem Bjargey segir frá fyrirkomulagi námskeiðsins og hópurinn kynnist.

26. maí
Leiðin að hjartanu - fyrirlestrar og vinnustofa á hótelinu kl. 10:30-13:00.

Fyrirlestur 1
Heilsa og hamingja.
Vegferðin að okkar bestu heilsu.

Fyrirlestur 2
Áhrif streitu á líkama og sál.
Kulnun og örmögnun - leiðin að betri heilsu og vellíðan.
Sameiginlegur hádegisverður á hótelinu eftir vinnustofuna.

Frjáls tími eftir hádegi.

27. maí
Samvera, hugleiðsla og slökun kl. 10:00-11:30 á ströndinni.
16:00 Gönguferð í kastalann þar sem gengið er upp að útsýnispalli og hægt að sjá stórbrotið útsýni yfir Tossa de Mar og hafið. Gönguferðin er róleg ganga þar sem við stoppum nokkrum sinnum til að njóta útsýnis.

28. maí
Frjáls dagur til að slaka á og njóta lífsins í sólinni.

Þær sem vilja geta farið saman í leigubíl til Girona þar sem hægt er að finna verslunarmiðstöð og úrval minni verslana eða skoða borgina sem er einstaklega falleg.

Hægt er að fara í bátsferð frá ströndinni í Tossa de Mar inn í litlu víkurnar Cala Bona og Cala Pola, en þar er hægt að synda í tærum sjó og snorkla.

Bjargey getur aðstoðað við skipulagningu á ferð til Girona eða bátsferð fyrir þær sem vilja.

29. maí
Leiðin að hjartanu - fyrirlestrar og vinnustofa á hótelinu kl. 10:30-13:00.

Fyrirlestur 3
Leiðin að markmiðinu.
Hvernig verða draumar okkar að veruleika?

Fyrirlestur 4
Leiðin að hjartanu
Að lifa lífinu til fulls í sátt og vellíðan.

Sameiginlegur hádegisverður á hótelinu eftir vinnustofuna.

Frjáls tími eftir hádegi.

30. maí
Samvera og hugleiðsla á ströndinni kl. 10:00 – 11:30.

Frjáls tími yfir daginn.

18:00 Sameiginleg gönguferð að kastalanum í Tossa de Mar og kvöldverður í miðbænum á huggulegum veitingastað.

Hver og einn greiðir fyrir sig í mat og drykk.

31. maí - Heimferð
Farið er út á völl seinnipart dags, flugið frá Barcelona er kl 22:25 og lending í Keflavík 01.15

Innifalið í verði:
Flug til Barcelona, 20 kg taska.
Gisting í sjö nætur á Gran Reymar.
Hálft fæði – morgun og kvöldverður..
Námskeiðið Leiðin að hjartanu
Fyrirlestrar og vinnustofa samtals 5 klst.
Dagbókin Hamingjubók.
Hugleiðsla á ströndinni 3 skipti.
Gönguferð 2 klst.
Akstur til og frá flugvelli.
Íslensk fararstjórn.

ATH sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum og þarf hver farþegi að greiða €1 pr. mann pr. nótt og greiðist þetta beint til hótelsins og því ekki innifalið í verði ferðarinnar.

Kynntu þér réttindi og styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það nái yfir þessa ferð.

Hótelið

Gran Hotel Reymar

Einn af vinsælustu kostunum á Tossa de Mar.
Þetta hótel við sjávarsíðuna er við Playa de la Mar Menuda-ströndinni. Hótelið er með útisundlaug, heitan pott, heilsulind, tennisvelli og býður upp á víðáttumikið útsýni yfir Tossa de Mar og kastalann.

Á heilsulind hótelsins má finna nuddpott, vatnsmeðferðir, tyrkneskt bað, gufubað og úrval meðferða og nuddmeðferða. Greiða þarf aukalega fyrir aðgang að heilsulindinni.

Herbergin á Gran Hotel Reymar eru með loftkælingu, svalir og sérbaðherbergi. Öll eru þau með flatskjá með gervihnattarásum, minibar og ókeypis WiFi. Öryggishólf er í boði gegn aukagjaldi. Gran Hotel Reymar býður einnig upp á 3 svefnherbergja villur með stofu, borðkrók, fullbúnu eldhúsi og verönd með sjávarútsýni.

Á hótelinu er rómantíski veitingastaðurinn Illa, sem býður upp á Miðjarðarhafs- og alþjóðalega à la carte rétti. Þaðan er frábært útsýni, bæði innan frá veitingastaðnum og á veröndinni. Panta þarf borð fyrirfram. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð og matreiðslusýningar.

Barirnir við ströndina og sundlaugarbakkann á Gran Hotel Reymar framreiða hressandi kokteila og auk þess býður hótelið upp á borðtennisborð og körfuboltavöll.

Tossa-kastalinn og Faro de Tossa-vitinn eru í 10 mínútna göngufæri ef gengið er meðfram aðalgöngusvæðinu við sjávarsíðuna, en þar er fjöldi verslana, bara og veitingahúsa.

Verð

Verð frá kr. 198.900 á mann miðað við 2 saman í herbergi

Greiðslumáti

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni.

Við bjóðum einnig Netgiró og PEI.
Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888
á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu.

Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.

Fararstjóri

Bjargey Ingólfsdóttir, fararstjóri og fyrirlesari

Bjargey er Yin Yoga kennari, Cranio Sacral meðferðaraðili og með B.A. próf í félagsráðgjöf. Hún heldur úti hlaðvarpinu Ofurkona í orlofi þar sem hún spjallar við skemmtilegt fólk sem hefur elt ástríðuna í sínu lífi og er hvatning og innblástur fyrir aðra. Bjargey elskar að vera berfætt á ströndinni að skoða fallega steina og vera í sjósundi en hún ætlar að flytja til Tossa de Mar þegar hún verður stór enda búin að fara með hópa af konum þangað nokkrum sinnum á ári í 7 ár. Bjargey hefur tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl frá því að hún missti heilsuna í kjölfar erfiðra áfalla og örmögnunar 2012 og síðan þá miðlað sinni vegferð að betri heilsu og líðan með fjölda fyrirlestra, námskeiða og ráðgjöf. Á námskeiðinu mun Bjargey miðla sinni reynslu af því að vera með ADHD og hvernig hún notar aðferðir náttúrunnar til að vinna með taugakerfið. Bjargey kennir Yin Yoga í ferðinni sem er frábær bandvefslosun og slökun fyrir líkama og sál. Einnig mun Bjargey leiða hópinn í töfrandi ferðalag öndunar og hugleiðslu og fer kennslan að mestu fram úti í náttúrunni í Tossa de Mar.

Visitor

Hamraborg 20A

200 Kópavogur

Sölu og þjónustuver: 578 9888

Netfang: fyrirspurn@visitor.is

Hópferðir: hopar@visitor.is

Skráðu þig á póstlista visitor

© 2024, Visitor ferðaskrifstofa

/Skilmálar/Persónuverndarstefna